Helga Jóhanna sækist eftir 3. sæti

Helga Jóhanna Oddsdóttir.
Helga Jóhanna Oddsdóttir.

Helga Jóhanna Oddsdóttir gefur kost á sér í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitastjórnarkosningar.

Helga er fædd og uppalin í Reykjanesbæ og hefur búið þar nánast alla sína ævi. Aðaláherslur hennar eru að tryggja öflugt og fjölbreytt atvinnulíf í Reykjanesbæ og stuðla að eflingu heilbrigðisþjónustu í bænum, með áherslu á geðheilsu.

Helga starfaði sem mannauðsstjóri Reykjanesbæjar frá 2003 til 2008, hefur verið aðalmaður í barnaverndarnefnd í átta ár og einnig gegnt sömu stöðu í fræðsluráði í fjögur ár.

Hún trúir því að reynsla hennar og menntun geti nýst sveitarfélaginu vel.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka