Tvö þúsund manns tekið þátt

Prófkjörið hófst í dag.
Prófkjörið hófst í dag. mbl.is/Hari

Um klukkan 17 í dag höfðu tvö þúsund manns tekið þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Frá þessu greinir flokkurinn í tilkynningu.

Tekið er fram að á kjörskrá séu ríflega sex þúsund manns.

Kosningaþátttaka er því um 33% sem stendur, en rafræna kosningakerfið opnaði klukkan átta í morgun og stendur atkvæðagreiðsla yfir til klukkan 15 á morgun, sunnudag.

Úrslitin verða svo gerð ljós annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka