Gögn reyndust ekki rétt

Samfylkingin.
Samfylkingin. mbl.is/Hari

„Umfram allt er þetta ofboðslega leiðinlegt mál. Fyrst og fremst fyrir frambjóðandann og fyrir okkur sem stöndum í grasrótinni á svona flokki eins og Samfylkingunni,“ segir Sigfús Ómar Höskuldsson, varaformaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar, um mál Guðmundar Inga Þóroddssonar.

Guðmundi var meinuð þátttaka í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þar sem kjörstjórn flokksins komst að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki kjörgengur þar sem hann er á reynslulausn.

Guðmundur kærði ákvörðunina til yfirkjörstjórnar sem stuttu síðar staðfesti niðurstöðuna.

Í samtali við mbl.is í gær sagði Guðmundur að formaður kjörstjórnar hefði tilkynnt honum í janúarmánuði að enginn vafi léki á því hvort hann væri kjörgengur eða ekki.

Guðmundi Ingar var meinuð þátttaka í flokksvalinu þar sem hann …
Guðmundi Ingar var meinuð þátttaka í flokksvalinu þar sem hann er á reynslulausn. Ljósmynd/Aðsend

Gögnin ekki rétt 

Aðspurður segir Sigfús að þegar Guðmundi var tilkynnt þetta hefði kjörstjórnin farið yfir gögn sem reyndust ekki vera rétt, og eftir að ábending barst um málið 9. febrúar hafi stjórnin skoðað málið aftur og komist að því að Guðmundur væri ekki kjörgengur samkvæmt lögum.

„Þetta gerist allt hratt vegna ábendingin barst mjög seint og gögnin sem við vorum með klárlega ekki rétt að okkar mati, en umfram allt þykir okkur leitt og miður að svona hafi farið.“

Úrskurðurinn talar sínu máli

Í yfirlýsingu sem Guðmundur sendi frá sér í gær vísar hann til orða Jón Þórs Ólafssonar sem féllu þegar hann var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem Jón segir að um leið og reynslulausn er veitt sé viðkomandi kjörgengur.

„Það er hans skoðun og við metum það en úrskurðurinn talar sínu máli,“ segir Sigfús og bætir því við að kjörstjórnin vildi að lögin gæfu sér meira svigrúm til þess að takast á við málin, en lögin væru einfaldlega svona.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert