Miður að svona skyldi fara

Hjálmar Sveinsson og Guðmundur Ingi Þóroddsson.
Hjálmar Sveinsson og Guðmundur Ingi Þóroddsson. Samsett mynd

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni, segir það vond tíðindi að Guðmundi Inga Þóroddssyni, formaður Afstöðu, félags fanga, hafi verið meinuð þátttaka í prófkjöri flokksins.

„Mér finnst það miður að svona skyldi fara, hann háði sína kosningabaráttu og gerði það vel,“ segir Hjálmar í samtali við mbl.is.

Drengileg viðbrögð

„Viðbrögð hans við þessum fréttum eru drengileg og ég var hreinlega farinn að hlakka til að vinna með honum,“ segir Hjálmar í samtali við mbl.is.

Aðspurður segist Hjálmar ekki sammála Guðmundi um það að fresta hefði átt prófkjörinu vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert