Birgitta vill 5. sætið í Reykjanesbæ

Birgitta Rún Birgisdóttir.
Birgitta Rún Birgisdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Birgitta Rún Birgisdóttir býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ í vor. Prófkjörið fer fram þann 26. febrúar n.k.

Í tilkynningu frá Birgittu kemur fram að hún hafi verið svo lánsöm að fá að leggja nokkrum samfélagslegum verkefnum lið á undanförnum árum.

Hún hafi meðal annars setið sem aðalmaður í íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar og sem varamaður í lýðheilsuráði og verið virk í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu.

Birgitta er 37 ára gömul, fædd og uppalinn í Reykjanesbæ. Hún er með B.Sc. gráðu í geislafræði og stundar meistaranám í forystu og stjórnun við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst.

Ég er móðir tveggja drengja á grunnskólaaldri og hef fylgst náið með þeim vaxa og dafna í leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu okkar og fylgt þeim eftir í tómstundastarfi. Ég hef sérstakan áhuga á því að hafa jákvæð áhrif á þennan þátt í starfi sveitarfélagsins, því lengi má gott bæta,“ segir Birgitta.

Undanfarin ár hef ég starfað við íþróttaþjálfun í Sporthúsinu í Reykjanesbæ. Ég hef meðal annars leikið stórt hlutverk í þjálfun í Superform og í spinning. Þá hef ég að auki sinnt hlaupa- og fjarþjálfun. Samhliða þessum störfum hef ég sótt mér menntun og námskeið á sviði einkaþjálfunar og næringar. Sjálf hef ég stundað íþróttir af krafti frá unga aldri og meðal annars keppt fyrir Íslands hönd í sundi. Lýðheilsa, hreyfing og vellíðan íbúa á öllum aldri er annað málefni sem ég brenn fyrir. Ég tel mig hafa mikið fram að færa í þágu heilsu og vellíðunar íbúa bæjarins,“ segir hún enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert