Anna Sigríður Jóhannesdóttir sækist eftir 2. - 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, sem fer fram 26. febrúar næstkomandi.
Anna hefur setið í bæjarstjórn í Reykjanesbæ í bráðum eitt kjörtímabil og er aðalmaður í lýðheilsuráði og varamaður í fræðsluráði. Kjörtímabilið á undan var hún aðalmaður í fræðsluráði. Hún er með BA gráðu í sálfræði og MBA frá Háskóla Íslands.
„Ég hef ávallt lagt áherslu á heilsu og velferð allra bæjarbúa. Menntamál og lýðheilsa standa mér næst, þessir málaflokkar leggja grunn að góðu og heilbrigðu samfélagi,“ er haft eftir Önnu í tilkynningu.
Þar segir hún að íþróttamál og almenna hreyfingu vera henni ofarlega í huga og hún vilji halda áfram að efla lýðheilsu fyrir alla íbúa.