Margir sýna framboði áhuga

Undirbúningur sveitarstjórnarkosninganna í vor er nú í fullum gangi og framboðslistar í smíðum eða jafnvel frágengnir. Sums staðar eru fram undan prófkjör eða forval. Margir sýna framboði áhuga og virðist sem neikvæð umræða og jafnvel illmælgi um stjórnmál og stjórnmálamenn, sem sést t.d. á samfélagsmiðlum, letji fólk ekki til þátttöku.

„Það vekur vissulega athygli að víða virðist vera talsverður áhugi á að taka sæti á framboðslistum,“ segir Birgir Guðmundsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið í dag.

„Mér sýnist að stór hluti þeirra sem eru að gefa sig að pólitík núna tilheyri kynslóðum sem þekkja vel inn á þetta nýja umhverfi, eru innfæddir netverjar eða mjög nálægt því að vera það. Því hafi þau tiltölulega mikið sjálfstraust til að vinna í þessu umhverfi og líklega ekki eins uppnæm og örlítið eldra fólk fyrir óhróðrinum og illmælginni sem stundum þrífst á vettvangi samfélagsmiðla,“ segir Birgir.

„Það er nokkuð snúið að meta orsök og afleiðingu þegar kemur að því að meta hvað fær fólk til að bjóða sig fram til sveitarstjórnarstarfa. Það virðist vera einhver munur tengdur stærð sveitarfélaga, þ.e. að fólk sé tilbúnara að bjóða sig fram í stórum sveitarfélögum frekar en litlum, en hvar þessi mörk liggja nákvæmlega er erfitt að segja til um,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert