Sameining felld á Snæfellsnesi

Snæfellsjökull í vetrarham.
Snæfellsjökull í vetrarham.

Ekkert verður af sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar. Niðurstöður kosninga frá í dag liggja fyrir. Sameining var samþykkt naumlega í Snæfellsbæ en felld í Eyj og Miklaholtshreppi með 41 atkvæði gegn 20. Þar var kjörsókn 74,6%.

Í Snæfellsbæ var kjörsókn var 35 prósent. Alls greiddu 412 atkvæði, en 1.174 voru á kjörskrá.

Niðurstöður eru birtar með fyrirvara um lokaskil kjörstjórna, að því er fram kemur á vefnum Snæfellingar.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert