Hópur undir forystu Gunnars Smára Þorsteinssonar hefur gefið kost á sér til stjórnarsetu í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, en aðalfundur fer fram í vikunni, dagana 23. til 25. febrúar.
Hópurinn undir forystu Gunnars Smára.
Verður þar með barátta í stjórnarkjörinu í fyrsta skiptið í fimm ár, eða frá árinu 2017, en áður hafði listi undir forystu Birtu Karenar Tryggvadóttur boðið sig fram. Síðustu ár hefur formaður og stjórn Heimdallar verið sjálfkjörin.
Gunnar Smári er 26 ára og er á lokaári í meistaranámi í lögfræði við Háskóla Íslands. Árin 2016 – 2020 starfaði Gunnar Smári hjá Borgun, m.a. sem sérfræðingur í rekstrarlausnum á færsluhirðingarsviði. Þá hefur hann undanfarin tvö ár starfað sem laganemi á Rétti – Aðalsteinsson & Partners.
Gunnar Smári var aðstoðarmaður dósents við Lagadeild HÍ og hefur verið aðstoðarkennari við deildina. Sumarið 2020 vann Gunnar Smári að rannsóknarverkefni um áhrif ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika á skuldbindingargildi samninga, en verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Þau Gunnar Smári og Birta Karen bjóða sig fram til formanns Heimdallar.
Samsett mynd
Þá hefur Gunnar Smári setið í framkvæmdastjórn SUS og er alþjóðafulltrúi sambandsins. Hann sat í stjórn Heimdallar 2018-2020, stjórn Vöku fls. 2018-2019 og stjórn Orators, félags laganema í HÍ 2019-2020, sem ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema. Þá var hann framkvæmdastjóri lögfræðiaðstoðar Orators 2020-2021.
Í tilkynningu vegna framboðsins er haft eftir Gunnari Smára að sjaldan hafi verið jafn mikilvægt og nú að halda kjörnum fulltrúum við efnið. „Sveitarstjórnarkosningar eru á næsta leiti og er mikilvægt að ungt fólk láti af sér kveða í þeirri baráttu sem framundan er,“ er haft eftir honum.
Listi Gunnars Smára:
- Brynja Kristín Magnúsdóttir, 26 ára, lögfræðingur.
- Arent Orri Jónsson, 19 ára, laganemi við Háskóla Íslands.
- Halldís Hrund Guðmundsdóttir, 29 ára, fyrirtækjaeigandi.
- Alfreð Ari Chiarolanzio, 30 ára, tæknimaður.
- Silja Ísberg, 29 ára, sérfræðingur hjá ársreikningaskrá.
- Guðmundur Skarphéðinsson, 22 ára, laganemi við Háskóla Íslands og formaður Orators, félags laganema í HÍ.
- Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir, 20 ára, stúdent úr Verslunarskóla Íslands og vaktstjóri í Hreyfingu.
- Logi Stefánsson, 20 ára, viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands.
- Sædís Jónsdóttir, 26 ára, verkfræðinemi.
- Daníel Hjörvar Guðmundsson, 23 ára, laganemi við Háskóla Íslands.
- Anna Lára Orlowska, 27 ára, sálfræðinemi við Háskólann í Reykjavík.
- Garðar Árni Garðarsson, 21 árs, laganemi við Háskóla Íslands.
- Nína Rún Óladóttir, 27 ára, viðskiptafræðingur.
- Gísli Garðar Bergsson, 18 ára, nemi í Menntaskólanum í Reykjavík.
- Sigríður Birna Róbertsdóttir, 30 ára, meistaranemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík.
- Eiður Welding, 17 ára, nemi í Menntaskólanum í Reykjavík.
- Margrét Björk Grétarsdóttir, 24 ára, íþróttafræðinemi við Háskólann í Reykjavík.
Listi Birtu Karenar:
- Birkir Örn Þorsteinsson, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands
- Dóra Tómasdóttir, 17 ára nemi við Menntaskólanum í Reykjavík
- Elísabet Sara Gísladóttir, 18 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands
- Emilíanna Rut Mikaelsdóttir 19 ára stúdent úr Menntaskólanum við Sund
- Eydís Helga Viðarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands
- Kári Freyr Kristinsson, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands
- Lovísa Ólafsdóttir, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands
- Magnús Benediktsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík
- Ragnar Snæland, 23 ára og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík
- Salka Sigmarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands
- Sigurbjörg Nanna Vignisdóttir, 22 ára og stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands
Til viðbótar bjóða sex einstaklingar sig fram í varastjórn: