Ragnar Sigurðsson er nýr oddviti sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð. Úrslit úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu voru birt rétt í þessu.
Hlaut Ragnar 263 atkvæði eða 75,1% gildra atkvæða í prófkjörinu.
Í öðru sæti er Kristinn Þór Jónasson og í þriðja sæti er Þórdís Mjöll Benediktsdóttir.
Alls kusu 354 í prófkjörinu. Kjörsókn var 55,4% og auðir og ógildir seðlar voru 4. Sjö frambjóðendur voru í kjöri en kosið var um efstu 4 sæti á lista.
Röð efstu fjögurra eftir lokaniðurstöður eru svohljóðandi:
1. sæti Ragnar Sigurðsson með 263 atkvæði eða 75,1%.
2. sæti Kristinn Þór Jónasson með 199 atkvæði eða 56,9%.
3. sæti Þórdís Mjöll Benediktsdóttir með 158 atkvæði eða 45,1%.
4. sæti Jóhanna Sigfúsdóttir með 211 atkvæði eða 60,3%.