Almar sigraði í Garðabæ

Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi í Garðabæ sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna.
Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi í Garðabæ sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna.

Almar Guðmundsson sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem haldið var í dag. Í öðru sæti varð Áslaug Hulda Jónsdóttir, en aðeins munaði 41 atkvæði á Almari og Áslaugu Huldu í 1. sætið.

Röð og atkvæði efstu átta var þessi:

  1. Almar Guðmundsson, 832 atkvæði í 1. sæti
  2. Áslaug Hulda Jónsdóttir, 1032 atkvæði í 1.-2. sæti
  3. Björg Fenger, 1153 atkvæði í 1.-3. sæti
  4. Sigríður Hulda Jónsdóttir, 1177 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. Margrét Bjarnadóttir, 828 atkvæði í 1.-5. sæti
  6. Hrannar Bragi Eyjólfsson, 1048 atkvæði í 1.-6. sæti
  7. Gunnar Valur Gíslason, 1111 atkvæði í 1.-7. sæti
  8. Guðfinnur Sigurvinsson, 1193 atkvæði í 1.-8. sæti

Þegar fyrstu tölur voru birtar munaði aðeins 10 atkvæðum á þeim Almari og Áslaugu í fyrsta sætið. Talsverðar tafir urðu svo á því að lokatölur yrðu lesnar upp, en það var ekki fyrr en á fyrsta tímanum í nótt. Var lokaniðurstaðan sú að Áslaug fékk 791 atkvæði í fyrsta sætið og munaði því 41 atkvæði á þeim tveimur í fyrsta sætið.

Sigríður, sem einnig hafði barist um fyrsta sætið, fékk 652 atkvæði í það sæti. Eftir fyrstu tölur var hún í þriðja sæti, en í lokatölum féll hún niður í fjórða sætið, en hún var með 1.089 atkvæði í þriðja sætið á móti 1.177 atkvæðum Bjargar í sama sæti.

Alls tóku 2448 þátt í prófkjörinu, gild atkvæði voru 2368.

Nálgast má nánari upplýsingar um lokaúrslitin á vefsíðu Sjálfstæðisfélags Garðabæjar.

Lokaniðurstaða úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Lokaniðurstaða úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert