Viðar Guðjohnsen lyfjafræðingur sækist eftir 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.
Viðar hefur starfað innan flokksins frá árinu 2009, þar á meðal sem stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna og sem varaformaður hverfafélagsins í Félagi sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða-, og Fossvogshverfi.
Viðar er fæddur og uppalinn í Reykjavík, útskrifaðist úr Menntaskólanum við Sund árið 2004 og starfaði sem lyfjafræðingur á Álandseyjum frá úskrift til ársins 2011 og sem apótekari í Þýskalandi til ársins 2013.
Þá starfaði hann sem lyfjafræðingur, þ. á m. lyfsöluleyfishafi, á Íslandi til ársins 2017 en hann starfar nú sem sérfræðingur hjá Lyfjastofnun.