Vigdís Hauksdóttir býður sig ekki fram

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, býður sig ekki …
Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, býður sig ekki fram í vor. mbl.is/Hari

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur tekið ákvörðun um að sækjast ekki eftir að leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningum í vor.

Þetta kemur fram í facebook-færslu Vigdísar.

Hún segir ástæðurnar fyrir því margar. Í fyrsta lagi hafi kjörtímabilið verið mjög krefjandi pólitískt séð. 

Ég hef flett ofan af fjármálasukki í fjölda málaflokka í borgarrekstrinum án nokkurra afleiðinga fyrir borgarstjóra og meirihlutann,“ skrifar Vigdís.

Fjárhagsstaða komin langt yfir hættumörk

Í öðru lagi segir Vigdís að fjárhagsstaða Reykjavíkur sé komin langt yfir hættumörk. Skuldirnar séu stjarnfræðilegar og áætlað er að þær verði 240 milljarðar í árslok 2026. Búið sé að skuldsetja næsta kjörtímabil upp á 92 milljarða samkvæmt lántökuáætlunum og segir Vigdís það sérlega ósvífið.

Í þriðja lagi þá hefur viðhald skólahúsnæðis verið ófullnægjandi og grunnskólabörn eru á hrakhólum út um alla borg. Ekki hefur verið staðið við uppbyggingu leikskóla og borginni er haldið í heimatilbúnum lóðaskorti sem leiðir til fasteignaverðs í hæstu hæðum,“ skrifar Vigdís.

Í fjórða lagi segir hún ekkert benda til annars en að borgarstjóri ætli sér að halda völdum með einhverjum útfærslum að nýjum viðreistum meirihluta eins og í kosningum 2014 og 2018.

„Ég sé því ekki fyrir mér að nokkuð breytist á næsta kjörtímabili. Ég met það svo að gagnrýni mín á rekstur borgarinnar með tillögum til úrbóta fái ekki hljómgrunn að kosningum loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert