Hildur leiðir í Reykjavík eftir fyrstu tölur

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi.
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi. mbl.is/Sigurður Bogi

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi er efst í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík eftir fyrstu tölur með 964 atkvæði þegar 1935 atkvæði hafa verið talin.

Í öðru sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir með 820 atkvæði. Í þriðja sæti er Kjartan Magnússon með 715 atkvæði.

Marta Guðjónsdóttir er í fjórða sæti með 687 atkvæði og Friðjón R. Friðjónsson er í 5. sæti með 570 atkvæði. Í sjötta sæti Björn Gíslason með 645 atkvæði og í sjöunda sæti er Helgi Áss Grétarsson með 740 atkvæði. Sandra Hlíf Ocares er í áttunda sæti með 804 atkvæði og Birna Hafstein í því níunda með 865 atkvæði.

5445 greiddu atkvæði í prófkjörinu. Til sam­an­b­urðar voru sam­tals greidd 3.885 at­kvæði í leiðtoga­kjöri flokks­ins í Reykja­vík fyr­ir síðustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar árið 2018.

Uppfært: Niðurbrot á fyrstu tölum hefur verið birt, en þar kemur í ljós að Ragnhildur Alda er með 727 atkvæði í fyrsta sæti, eða 237 atkvæðum minna en Hildur.

Ragnhildur Alda er svo með 301 atkvæði meira en Kjartan Magnússon í 1.-2. sæti, eða 820 á móti 519 atkvæðum Kjartans. Marta og Friðjón eru þar nokkuð á eftir.

Í fjórða sæti er Marta með tæplega tvö hundruð atkvæða forskot á Friðjón, en Friðjón er aðeins með 11 atkvæða forskot á Björn í fimmta sæti.

Sjá má sundurliðunina í meðfylgjandi skjali.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert