Hildur nýr oddviti í Reykjavík

Hildur Björnsdóttir
Hildur Björnsdóttir mbl.is/Sigurður Bogi

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, hafnaði í öðru sæti. 

Hildur hlaut 2.603 atkvæði eða 49,2% í 1. sæti. Ragnhildur Alda hlaut 1.961 atkvæði í 1. sæti eða 37,1%. 

Röð frambjóðenda og atkvæðafjöldi í sæti var eftirfarandi:

  1. sæti Hildur Björnsdóttir með 2.603 atkvæði í 1. sæti og 3.616 atkvæði alls.
  2. sæti Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir með 2.257 atkvæði í 1.-2. sæti og 3.254 atkvæði alls.
  3. sæti Kjartan Magnússon með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti og 3.224 atkvæði alls.
  4. sæti Marta Guðjónsdóttir með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti og 2.772 atkvæði alls.
  5. sæti Björn Gíslason með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti og 2.484 atkvæði alls.
  6. sæti Friðjón R. Friðjónsson með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti og 2.293 atkvæði alls.
  7. sæti Helgi Áss Grétarsson með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti og 2.556 atkvæði alls.
  8. sæti Sandra Hlíf Ocares með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti og 2.433 atkvæði alls.
  9. sæti Jórunn Pála Jónasdóttir með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti.
  10. sæti Birna Hafstein með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti.
  11. sæti Valgerður Sigurðardóttir með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti.

Kjósendur röðuðu frambjóðendum í númeraröð í sæti 1 til 9.

5.445 greiddu atkvæði í prófkjörinu en gild atkvæði voru 5.292. Í leiðtogaprófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2018 tóku 3885 þátt í prófkjörinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka