Sviptivindar í pólitíkinni í Norðurþingi

Sveitarstjórnarmennirnir Benóný Valur Jakobsson frá Samfylkingu, Hjálmar Bogi Hafliðason frá …
Sveitarstjórnarmennirnir Benóný Valur Jakobsson frá Samfylkingu, Hjálmar Bogi Hafliðason frá Framsókn og Helena Eydís Ingólfsdóttir frá Sjálfstæðisflokki í kosningahlaðvarpi Dagmála, sem tekið var upp á Húsavík. Morgunblaðið/Brynjólfur Löve

Verulegar breytingar eru fyrirsjáanlegar í sveitarstjórn Norðurþings, því útlit er fyrir að aðeins þrír af þeim, sem tóku sæti í sveitarstjórn í upphafi þessa kjörtímabils, ætlu að halda áfram. Blaðamenn Morgunblaðsins hittu fulltrúa Framsóknar, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks á Húsavík á dögunum og fóru yfir ástand og horfur í stjórnmálunum þar.

Mikil starfsmannavelta

„Þetta er nokkuð sérstök staða. Oddviti E-listans er farinn, tveir hættir hjá Sjálfstæðisflokknum, oddviti Samfylkingarinnar farinn, og forseti bæjarstjórnar var í 9. sæti hjá Vinstri grænum,“ bendir framsóknarmaðurinn Hjálmar Bogi Hafliðason á. Það sé mikil starfsmannavelta og hún hafi áhrif.

Benóný Valur Jakobsson hjá Samfylkingu tekur undir þetta og segir full ástæðu til þess að hafa áhyggjur af svo örum mannaskiptum í sveitarstjórn, stofnanaminnið minnki og óvant fólk þurfi tíma til þess að komast inn í starfið. „Það þolir enginn vinnustaður að skipta um 60% af mannskapnum á fjögurra ára fresti.“ Það sé raunar ekki aðeins umhugsunarefni í Norðurþingi, það eigi við víðar um landið.

Helena Eydís Ingólfsdóttir í Sjálfstæðisflokki er sama sinnis, en minnir á að í mannheimum verði ekki við allt ráðið. Hjá sveitarstjórnarmönnum í Norðurþingi hafi í mörgum tilvikum orðið breytingar á persónulegum högum, sem hafi orðið þessa valdandi. Hitt sé rétt, að fram hafi komið gagnrýni á sveitarstjórann, jafnvel frá samstarfsflokkum, en að sé ekki óeðlilegt að skiptar skoðanir séu á forgangsröð og aðferð stjórnenda. Benóný segir að sú gagnrýni hafi verið rædd meðal Samfylkingarmanna og þeir hafi alls ekki tekið undir hana. „Heilt yfir höfum við verið ánægðir með hans störf.“

Vorverkin eru víða hafin, þar á meðal við höfnina í …
Vorverkin eru víða hafin, þar á meðal við höfnina í Húsavík, þar sem verið var að mála þennan fallega trébát þegar Morgunblaðsmenn bar að garði í tengslum við upptöku á Dagmálum. Morgunblaðið/Brynjólfur Löve
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert