Listi Framsóknar í Skagafirði kynntur

Skagafjörður.
Skagafjörður. mbl.is/Sigurður Bogi

Framsóknarflokkurinn hefur kynnt framboðslista flokksins í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Skagafjarðar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 14. maí. 

Nokkurn tíma tók fyrir stjórn­mála­flokk­a og fram­boð í sveit­ar­fé­lag­inu að raða á lista, enda stutt síðan Akra­hrepp­ur sam­einaðist sveit­ar­fé­lag­inu og staðan því breytt.

Eftirfarandi skipa lista Framóknar: 

1. Einar Eðvald Einarsson, bóndi
2. Hrund Pétursdóttir, sérfræðingur
3. Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur og oddviti Akrahrepps
4. Sigurður Bjarni Rafnsson, Aðstoðar slökkviliðsstjóri
5. Eyrún Sævarsdóttir, sérfræðingur
6. Sigríður Magnúsdóttir, atvinnurekandi
7. Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi
8. Atli Már Traustason, bóndi
9. Axel Kárason, dýralæknir
10. Sigurlína Erla Magnúsdóttir, ráðunautur
11. Sæþór Már Hinriksson, framkvæmdastjóri
12. Sigríður Inga Viggósdóttir, verkefnastjóri frístundar
13. Kristján Jónsson, starfsmaður íþróttamannvirkja
14. Ísak Óli Traustason, íþróttamaður og íþróttakennari
15. Ragnhildur Jónsdóttir, bóndi
16. Andri Þór Árnason, sérfræðingur
17. Guðrún Kristín Kristófersdóttir, atvinnurekandi
18. Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert