Jón Ingi áfram oddviti Viðreisnar

Frambjóðendur Viðreisnar í Hafnarfirði.
Frambjóðendur Viðreisnar í Hafnarfirði. Ljósmynd/Aðsend

Framboðslisti Viðreisnar í Hafnarfirði var samþykktur einróma á fundi félagsmanna í gær.

Oddviti listans er Jón Ingi Hákonarson, núverandi bæjarfulltrúi flokksins. Í öðru sæti listans er Karólína Helga Símonardóttir, fjármálastjóri. Í þriðja sæti er Árni Stefán Guðjónsson, áfangastjóri Flensborgarskólans í Hafnarfirði. Í fjórða sæti er Sigrún Jónsdóttir, flugfreyja, að því er segir í tilkynningu.

„Viðreisn ætlar sér stóra hluti í kosningunum í maí. Við komum inn í bæjarmálin af miklum krafti fyrir fjórum árum og stóðum uppi sem þriðji stærsti flokkur bæjarins. Það er okkar markmið að bæta ofan á þann góða árangur í ár,“ segir Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði, í tilkynningunni.

„Viðreisn ætlar að leggja áherslu á vellíðan og lífsgæði fyrir bæjarbúa, í öllu og alltaf. Við ætlum okkur að tryggja það að öll börn í Hafnarfirði fái dagvistun frá 12 mánaða aldri og að grunnskólar bæjarins fái hver sitt eigið mötuneyti. Við ætlum að gera stórátak í lagningu hjólastíga og viljum að öll börn í Hafnarfirði eigi rétt á frístundastyrk, ekki bara þau sem náð hafa 6 ára aldri. Í stuttu máli þá viljum við opið og lifandi samfélag í Hafnarfirði, þar sem allir geta notið sín.“

Framboðslisti Viðreisnar í Hafnarfirði 2022:

  1. Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi
  2. Karólína Helga Símonardóttir, fjármálastjóri
  3. Árni Stefán Guðjónsson, áfangastjóri Flensborgarskólans í Hafnarfirði
  4. Sigrún Jónsdóttir, flugfreyja
  5. Auðbergur Már Magnússon, fyrrv. flugumferðarstjóri
  6. Þórey S. Þórisdóttir, doktorsnemi
  7. Þröstur V. Söring, framkvæmdastjóri og byggingatæknifræðingur
  8. Lilja Guðríður Karlsdóttir, sviðsstjóri og samgönguverkfræðingur
  9. Sigurjón Ingvason, lögfræðingur
  10. Rebekka Rósinberg Harðardóttir, löggiltur fasteignasali
  11. Hrafnkell Karlsson, organisti í Árbæjarkirkju
  12. Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, forstöðumaður hjá Klifinu
  13. Máni Þór Magnason, nemi
  14. Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir, nemi
  15. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur
  16. Sonja M. Scott, mannauðsstjóri CCEP
  17. Hermundur Sigurðsson, iðnfræðingur
  18. Ásthildur Ásmundardóttir, listakona
  19. Daði Lárusson, sérfræðingur hjá Virk
  20. Vaka Ágústsdóttir, ráðningar- og þjálfunarstjóri
  21. Halldór Halldórsson, eftirlaunaþegi
  22. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert