Framboðslisti Viðreisnar í Hafnarfirði var samþykktur einróma á fundi félagsmanna í gær.
Oddviti listans er Jón Ingi Hákonarson, núverandi bæjarfulltrúi flokksins. Í öðru sæti listans er Karólína Helga Símonardóttir, fjármálastjóri. Í þriðja sæti er Árni Stefán Guðjónsson, áfangastjóri Flensborgarskólans í Hafnarfirði. Í fjórða sæti er Sigrún Jónsdóttir, flugfreyja, að því er segir í tilkynningu.
„Viðreisn ætlar sér stóra hluti í kosningunum í maí. Við komum inn í bæjarmálin af miklum krafti fyrir fjórum árum og stóðum uppi sem þriðji stærsti flokkur bæjarins. Það er okkar markmið að bæta ofan á þann góða árangur í ár,“ segir Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði, í tilkynningunni.
„Viðreisn ætlar að leggja áherslu á vellíðan og lífsgæði fyrir bæjarbúa, í öllu og alltaf. Við ætlum okkur að tryggja það að öll börn í Hafnarfirði fái dagvistun frá 12 mánaða aldri og að grunnskólar bæjarins fái hver sitt eigið mötuneyti. Við ætlum að gera stórátak í lagningu hjólastíga og viljum að öll börn í Hafnarfirði eigi rétt á frístundastyrk, ekki bara þau sem náð hafa 6 ára aldri. Í stuttu máli þá viljum við opið og lifandi samfélag í Hafnarfirði, þar sem allir geta notið sín.“
Framboðslisti Viðreisnar í Hafnarfirði 2022: