Lovísa oddviti Viðreisnar í Mosfellsbæ

Frambjóðendur Viðreisnar í Mosfellsbæ.
Frambjóðendur Viðreisnar í Mosfellsbæ. Ljósmynd/Aðsend

Framboðslisti Viðreisnar í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fara fram 14. maí næstkomandi var samþykktur á félagsfundi í gær.

„Við bjóðum fram öflugan og fjölbreyttan lista fólks sem mun vinna af krafti til þess að bæta bæinn okkar. Frjálslyndi og jafnrétti er leiðarstef okkar og með þessi gildi að leiðarljósi viljum við tryggja að Mosfellsbær verði framúrskarandi samfélag þar sem lífsgæði og jöfn tækifæri íbúa eru í fyrirrúmi,“ segir í tilkynningu.

Oddviti listans er Lovísa Jónsdóttir, hugverkalögfræðingur og varabæjarfulltrúi. Í öðru sæti er Valdimar Birgisson, auglýsingastjóri og bæjarfulltrúi. Í þriðja sæti er Elín Anna Gísladóttir, verkfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar.

„Það er margt sem þarf að huga að en það er skýr sýn okkar að Mosfellsbær á að vera leiðandi í umhverfismálum og þjónustu við fatlað fólk, börn og eldri borgara þannig að allir fái notið sín í bænum. Skipulagsmál hafa verið og eru stór áskorun í ört vaxandi bæjarfélagi. Við leggjum áherslu á ábyrga fjármálastjórn og uppbyggingu kröftugs atvinnulífs. Eins viljum við einfalda íbúum lífið í bænum með því bæta stafræna þjónustu bæjarins og tryggja gagnsæja stjórnsýslu. Við hlökkum til að takast á við þessi mikilvægu verkefni og leggja okkar af mörkum til að gera bæinn betri,“ er haft eftir Lovísu.

Framboðslistinn samanstendur af 11 konum, 10 körlum og 1 kvár. Meðalaldur listans er 43,9 ár. Elsti frambjóðandinn er 69 ára en yngsti 19 ára og búseta frambjóðenda er dreifð um öll hverfi bæjarins.

Framboðslisti Viðreisnar í Mosfellsbæ 2022:

  1. Lovísa Jónsdóttir, hugverkalögfræðingur og varabæjarfulltrúi
  2. Valdimar Birgisson, auglýsingastjóri og bæjarfulltrúi 
  3. Elín Anna Gísladóttir, verkfræðingur og varaþingmaður
  4. Ölvir Karlsson, lögfræðingur
  5. Olga Kristrún Ingólfsdóttir, viðskiptafræðingur og verkefnastjóri
  6. Atlas Hendrik Ósk Dagbjarts, framhaldsskólanemi
  7. Ágústa Fanney Snorradóttir, framleiðandi og kvikmyndagerðarkona
  8. Rúnar Már Jónatansson, rekstrarstjóri
  9. Guðrún Þórarinsdóttir, viðurkenndur bókari
  10. Þórarinn Helgason, nemi
  11. Gréta Jóhanna Ingólfsdóttir, skrifstofufulltrúi
  12. Jón Örn Jónsson, verkefnastjóri
  13. Emilía Mlynska, mannfræðingur og náms- og starfsráðgjafi
  14. Kjartan Jóhannes Hauksson, sölu- og þjónustufulltrúi
  15. Hrafnhildur Jónsdóttir, öryrki
  16. Reynir Matthíasson, framkvæmdastjóri
  17. Ólöf Guðmundsdóttir, kennari 
  18. Magnús Sverrir Ingibergsson, húsasmíðameistari
  19. Ásta Lilja Maack Sigurðardóttir, leiðbeinandi á leikskóla
  20. Sigurberg Guðbrandsson, rafvirki
  21. Hildur Björg Bæringsdóttir, verkefnastjóri
  22. Bolli Valgarðsson, ráðgjafi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert