Guðmundur Ari leiðir lista Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi

Framboðslisti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi 2022.
Framboðslisti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi 2022.

Guðmundur Ari Sigurjónsson, verkefnastjóri og bæjarfulltrúi, leiðir lista Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi, en listinn var samþykktur í dag. Breyting hefur orðið á listanum því Samfylking hefur alltaf boðið fram sér en núna bjóða þeim fram í félagi við óháða Seltirninga.

Annað sætið skipar Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins og í því þriðja er Bjarni Torfi Álfþórsson framkvæmdastjóri Specialisterne á Íslandi. Fjórða sætið skipar Karen María Jónsdóttir skrifstofustjóri á þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar og í því fimmta er Guðmundur Gunnlaugsson, rekstrarstjóri Quest Portal.

Oddvitinn, Guðmundur Ari Sigurjónsson, segir lista Samfylkingar og óháðra góða blöndu af reynslumiklum einstaklingum og nýju fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í sveitarstjórnarmálum. Hann segir skuldir sveitarfélagsins hafa margfaldast síðustu ár og listi Samfylkingar og óháðra endurspegli  breidd samfélagsins. „Við erum tilbúin að hlusta á raddir fagfólks og ráðast í nauðsynlega uppbyggingu á innviðum bæjarins.“

Listi Samfylkingar og óháðra í heild sinni:

1. sæti Guðmundur Ari Sigurjónsson, verkefnastjóri og bæjarfulltrúi

2. sæti Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdarstjóri og bæjarfulltrúi

3. sæti Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdarstjóri og bæjarfulltrúi

4. sæti Karen María Jónsdóttir, skapandi stjórnandi

5. sæti Guðmundur Gunnlaugsson, rekstrarstjóri

6. sæti Eva Rún Guðmundsdóttir, táknmálstúlkur

7. sæti Björg Þorsteinsdóttir, grunnskólakennari

8. sæti Stefán Árni Gylfason, framhaldsskólanemi

9. sæti Bryndís Kristjánsdóttir, leiðsögumaður

10. sæti Stefán Bergmann, fyrrverandi dósent

11. sæti Magnea Gylfadóttir, fótaaðgerðafræðingur

12. sæti Ólafur Finnbogason, starfsþróunar- og öryggisstjóri

13. sæti Hildur Ólafsdóttir, verkfræðingur

14 . sæti Árni Emil Bjarnason, prentsmiður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert