Sveinn Óskar leiðir Miðflokkinn í Mosfellsbæ

Meðalaldur listans er 53 ár, sá yngsti er 19 ára …
Meðalaldur listans er 53 ár, sá yngsti er 19 ára og sá elsti 77 ára. Ljósmynd/Aðsend

Miðflokkurinn býður fram lista fyrir komandi sveitastjórnarkosningar í vor með yfirskriftinni „Miðflokkurinn – Fyrir lifandi bæ.“

Oddviti listans er Sveinn Óskar Sigurðsson bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ. Örlygur Þór Helgason varabæjarfulltrúi skipar annað sætið, Sara Hafbergsdóttir rekstarstjóri það þriðja og Helga Diljá Jóhannsdóttir dýralæknir það fjórða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Hér má sjá listann í heild sinni:

  1. Sveinn Óskar Sigurðsson
  2. Örlygur Þór Helgason
  3. Sara Hafbergsdóttir
  4. Helga Diljá Jóhannsdóttir
  5. Ingrid Lín Chan Óskarsdóttir
  6. Linda Björk Stefánsdóttir
  7. Lára Þorgeirsdóttir
  8. Þorleifur Andri Harðarson
  9. Jón Pétursson
  10. Kristján Þórarinsson
  11. Friðbert Bragason
  12. Þorlákur Ásgeir Pétursson
  13. Þórunn Magnea Jónsdóttir
  14. Herdís Kristín Sigurðardóttir
  15. Bjarki Þór Þórisson
  16. Jón Þór Ólafsson
  17. Jón Richard Sigmundsson
  18. Ólöf Högnadóttir
  19. Margrét Jakobína Ólafsdóttir
  20. Hlynur Hilmarsson
  21. Magnús Jósefsson
  22. Sigurrós Indriðadóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert