Mætti til tannlæknis fyrir bróður sinn

Hafþór mætti galvaskur í stað bróður síns. Á staðnum var …
Hafþór mætti galvaskur í stað bróður síns. Á staðnum var einnig Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, oddviti H-listans í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Brynjólfur Löwe

Á kosningaferðalagi Dagmála er margt sem drífur á daga þáttastjórnenda. Eftirminnileg uppákoma varð í Stykkishólmi nú í vikunni þegar Sævar Benediktsson hjá fyrirtækinu BB og synir ehf. var boðaður til viðtals.

Rétt í þann mund sem upptakan átti að hefjast kom í ljós að maðurinn sem mættur var í settið, merktur fyrirtækinu var alls ekki Sævar. Þar var kominn Hafþór bróðir hans.

„Hann hafði ekki tíma til að mæta þannig að hann sendi mig bara.“

Þegar þáttastjórnendur höfðu orð á að þeir hefðu aldrei lent í öðru eins var Hafþór snöggur til svars.

„Þetta er ekkert nýtt. Ég hef meira að segja farið til tannlæknis fyrir hann.“

Farið yfir málin í Hólminum

Í þættinum sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan ræða þeir Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon við HafÞór og Hrafnhildi Hafþórsdóttur, oddvita H-listans í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Ítrekaðar beiðnir um að fá forystufólk Í-listans sem einnig býður fram í kosningunum 14. maí í viðtal báru því miður ekki árangur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka