Brynjólfur Ingvarsson, geðlæknir, skipar forystusæti lista Flokks fólksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram í næsta mánuði.
Í öðru sæti er Málfríður Þórðardóttir, ljósmóðir. Þriðja sæti skipar Jón Hjaltason, sagnfræðingur og Hannesína Scheving, bráðahjúkrunarfræðingur, það fjórða. Í fimmta sæti listans er Tinna Guðmundsdóttir, sjúkraliðanemi.
Í tilkynningu kemur fram að helstu áherslur Flokks fólksins fyrir kosningarnar eru málefni eldri borgara, öryrkja og þeirra sem minna mega sín, skipulagsmál, fjármál Akureyrarbæjar, skólamál, íþróttir og listir.
Framboðslisti Flokks fólksins:
1. Brynjólfur Ingvarsson, geðlæknir
2. Málfríður Þórðardóttir, ljósmóðir
3. Jón Hjaltason, sagnfræðingur
4. Hannesína Scheving, bráðahjúkrunarfræðingur
5. Tinna Guðmundsdóttir, sjúkraliðanemi
6. Ólöf Lóa Jónsdóttir, eldri borgari
7. Halla Birgisd. Ottesen, forstöðumaður Frístundarmála
8. Arlene Velos Reyers, verkakona
9.Theódóra Anna Torfadóttir, verslunarkona
10. Skarphéðinn Birgisson, hárgreiðslumaður
11. Ásdís Árnadóttir, ferðafræðingur
12. Jónína Auður Sigurðardóttir, leikskólakennari
13. Guðrún J Gunnarsdóttir, húsmóðir
14. Sigurbjörg G Kristjánsdóttir, fiskverkakona
15. Margrét Ásgeirsdóttir, leiðbeinandi
16. Helgi Helgason, málmsuðumaður
17. Hörður Gunnarsson, sjómaður
18. Gísli Karl Sigurðsson, eldri borgari
19. Egill Ingvi Ragnarsson, eldri borgari
20. Sveinbjörn Smári Herbertsson, iðnfræðingur
21. Birgir Torfason, sölumaður
22. Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, framkvæmdarstjóri og eldri borgari