Samfylkingin í Reykjavík kynnir í dag kosningaáherslur sínar fyrir borgarstjórnarkosningar í Gamla bíó.
Hófst kynningin þar klukkan 12.30 í dag og verður boðið upp á músík og grín og stuttar ræður áður en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri stígur á stokk til að kynna helstu áherslur flokksins.
Stóru málin snúa að því að tryggja húsnæði fyrir alla með húsnæðissáttmála og óhagnaðardrifinni uppbyggingu, að fjárfesta áfram af krafti í hverfunum, að klára Borgarlínu almennilega og að skapa betri borg fyrir börn.