Kjörsókn meiri nú en árið 2018

Tæpar tvær vikur eru til sveitarstjórnarkosninganna.
Tæpar tvær vikur eru til sveitarstjórnarkosninganna. mbl.is/Árni Sæberg

Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar fara fram 14. maí og eru tæp­ar tvær vik­ur í kosn­ing­ar. Frá opn­un utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðslu hafa sam­tals 1.839 greitt at­kvæði hjá sýslu­mann­in­um á höfuðborg­ar­svæðinu en alls hafa 2.537 kosið á land­inu öllu. Á sama tíma í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um árið 2018 hafði alls 1.121 greitt at­kvæði utan kjör­fund­ar hjá sýslu­mann­in­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Kjör­sókn utan kjör­fund­ar er því meiri nú en árið 2018. At­kvæðagreiðsla utan kjör­fund­ar stend­ur yfir í fjór­ar vik­ur en í síðustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um stóð hún yfir í átta vik­ur.

Kjör­sókn muni aukast veru­lega næstu tvær vik­ur

Sígríður Krist­ins­dótt­ir, sýslumaður­inn á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir að bú­ist sé við að kjör­sókn muni aukast veru­lega næstu tvær vik­ur og því verði utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsla opin leng­ur. Frá og með deg­in­um í dag verður hún opin frá klukk­an 10 til 22 alla daga vik­unn­ar í Holta­görðum á 2. hæð. Á kjör­dag, 14. maí, verður opið frá klukk­an 10 til 17 fyr­ir þá sem eru á kjör­skrá utan höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert