Áslaug bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði

Áslaug Friðriksdóttir.
Áslaug Friðriksdóttir.

Áslaug Friðriksdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er bæjarstjóraefni flokksins í Ísafjarðarbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Greint er frá þessu á vef Bæjarsins besta.

„Eftir stuttan umhugsunarfrest fann ég að bæði hugur og hjarta sögðu já, enda eru taugarnar vestur afar sterkar og hlýjar,“ segir Áslaug í samtali við Bæjarins Besta.

Sjálfstæðisflokkurinn myndar meirihluta með Framsóknarflokki í bænum og er með þrjá af níu bæjarfulltrúum.

Núverandi bæjarstjóri, Birgir Gunnarsson, hefur verið ráðinn til að gegna starfi fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar­stofu þjóðkirkj­unn­ar. Hann tekur við því starfi í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert