Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, lagði fram tillögu í borgarráði í fyrradag um að borgarstjóra yrði falið að hefja undirbúning þess að innheimtu leikskólagjalda yrði hætt í Reykjavík til að bregðast við verðbólgu og vaxtahækkun.
Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lofað því að frysta fasteignaskatta á heimili og atvinnurekendur í borginni ef hann nær meirihluta í borgarstjórnarkosningunum 14. maí. Þessi aðgerð er sömuleiðis hugsuð sem viðbragð við áhrifum verðbólgu og vaxtahækkunum.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.