Líf Magneudóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, segir að mun dýrara sé að byggja ný hverfi en að þétta byggð sem fyrir er.
Vinstri-græn leggja áherslu á að borgin stígi sjálf inn á húsnæðismarkað og byggi fimm hundruð til þúsund óhagnaðardrifnar íbúðir sem standi öllum Reykvíkingum til boða. „Þetta eru ekki Félagsbústaðir eða íbúðir í félagslega kerfinu,“ segir Líf og úrskýrir að verkefnið yrði frábrugðið félagslega kerfinu og ætlað að hafa áhrif á leiguverð.
„Reykjavíkurborg hefur öll tæki til að byggja hagkvæmt húsnæði sjálf með góðum lánum, gefa út skuldabréf og við getum boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu,“ segir Líf Magneudóttir.