Segir undirskriftina falsaða

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata. mbl.is/Árni Sæberg

Undirskrift Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi alþingismanns, var fölsuð á skjali sem varðaði heimild til að setja nafn hennar á lista E framboðs til borgarstjórnar. Þetta segir Birgitta í færslu á facebooksíðu sinni.

Kemur fram í færslunni að yfirkjörstjórn hafi fengið yfirlýsinguna með undirskriftinni afhenta en Birgitta mun fá leiðbeiningar eftir fund stjórnarinnar á morgun um hvernig hún eigi að bregðast við.

„Er eiginlega alveg orðlaus vegna þessa verknaðar,“ skrifar Birgitta.

Færslu Birgittu ásamt skjalinu með undirskriftinni má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert