Eins og eigi að þurrka okkur út

Margir velja ungbarnaleikskóla fram yfir dagforeldra.
Margir velja ungbarnaleikskóla fram yfir dagforeldra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Anna Steinunn Þórhallsdóttir, formaður Barnavistunar, félags dagforeldra, segir ríkja óánægju meðal dagforeldra um hvernig sé talað til stéttarinnar. Dagforeldrum hafi fækkað mikið á landinu undanfarið og þar hafi áhersla yfirvalda á stofnun ungbarnaleikskóla áhrif.

„Það mætti tala eins og stéttin skipti máli í þessari keðju. Það er eins og það eigi að þurrka okkur út, talað eins og allir vilji vera lengi heima með börnunum og setja þau svo á leikskóla. En það er ekki raunin að allir vilji það. Margir vilja heimilislegra umhverfi,“ segir Anna í samtali við Morgunblaðið.

Starfsmenn hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar segja fækkunina áhyggjuefni en vísa til kjörinna fulltrúa hvað varðar stefnumótun í þessum málum. Reynt hafi verið að anna eftirspurn og bæta þjónustuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert