Lóðir í boði í umdeildu íbúðahverfi

Hið nýja byggingarland er áformað sunnan flugvallarins. Byggðin verður að …
Hið nýja byggingarland er áformað sunnan flugvallarins. Byggðin verður að hluta til reist á landfyllingum í óraskaðri fjörunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarráð samþykkti á fundi sínum 7. apríl sl. að bjóða til sölu byggingarrétt á fjórum íbúðarhúsalóðum í fyrsta áfanga Skerjafjarðar. Áætlað er að byggingarréttur lóðarinnar verði auglýstur fljótlega. Úthlutunar- og útboðsskilmálar verða með hefðbundnum hætti og útbúnir af skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, segir í samþykkt borgarráðs.

Þá var á sama fundi samþykkt að úthluta Bjargi íbúðafélagi lóð og byggingarrétti fyrir 95 íbúðir í Skerjafirði og Félagsstofnun stúdenta lóð fyrir 110 íbúðir.

Eins og fram hefur komið í fréttum er fyrirhuguð íbúðabyggð í Skerjafirði umdeild. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók það skýrt fram á dögunum að Reykjavíkurborg væri ekki heimilt að fara í uppbyggingu í grennd við Reykjavíkurflugvöll þar til ný staðsetning væri fundin fyrir flugvöll. Ráðherra vísaði þar sérstaklega til skýrslu frá hollensku loft- og geimferðastofnuninni þar sem segir að loka þyrfti vellinum einstaka sinnum ef til uppbyggingar kæmi, sem myndi þá ógna flugöryggi.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði á Stöð 2 að byggingarnar séu ásættanlegar út frá flugöryggi. Í bréfi hans og borgarritara til borgarráðs segir að lóðirnar verði byggingahæfar í lok þessa árs.

Lengri umfjöllun um málið má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert