Þurfi að kæra þetta sem skjalafals

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er svo dapurlegt,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður í samtali við mbl.is en undirskrift hennar var fölsuð á skjali sem varðaði heim­ild til að setja nafn henn­ar á lista E-fram­boðs, Bestu borgarinnar, til borg­ar­stjórn­ar. 

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur fundar í dag og mun ræða breytingar á framboðslista Bestu borgarinnar og fölsun á undirskrift Birgittu til framboðs. Birgitta ætlar að ræða við fulltrúa yfirkjörstjórnar að þeim fundi loknum áður en hún tekur ákvörðun um framhaldið:

„Mér finnst ljóst að það þurfi að kæra þetta sem skjalafals til lögreglu, hvort sem ég eða yfirkjörstjórn gerum það.

Henni þykir leiðinlegt að forsvarsmenn Bestu borgarinnar viðurkenni ekki brot sín. „Mér finnst það erfiðast; að gangast ekki við þessu augljósa broti. Það er verið að vega að mannorði mínu með þessu,“ segir Birgitta og heldur áfram:

„Mér er fyrirmunað að skilja hvernig einhverjum finnist í lagi að falsa undirskrift.“

Eva Bryndís Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar, sagði í samtali við mbl.is í gær að framboð Birgittu væru gilt og listanum yrði ekki breytt. Það þykir Birgittu furðulegt:

„Maður bara þvingaður til að vera á lista. Mér finnst að það þurfi að laga kosningalögin. Ef að fólk lendir í þeirri stöðu að það er sett nauðugt á lista og undirskrift þeirra er fölsuð er það bara samt á listanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert