Sagði skólastarf á landsbyggðinni í frjálsu falli

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík sagði skólamál á landsbyggðinni …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík sagði skólamál á landsbyggðinni í frjálsu falli. Skjáskot

„Mér finnst ótrúlegt að ræða skólamál án að fólk taki inn að ef við berum saman reykvíska skóla í Kragakjördæminu þá bera þeir af. Ef við miðum þá  við landsbyggðina þá er hún í frjálsu falli,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur í kappræður oddvitanna í borginni á RÚV í kvöld. 

Ummælin féllu í kjölfar þess að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, sagði Reykjavíkurborg vera langt undir lögbundnu hlutfalli fagmenntaðra kennara. 

Dagur sagði ótrúlegt að kjörtímabilið hafi verið rifjað upp án þess að minnast á þrekvirki kennara sem héldu úti skólastarfi í heimsfaraldri Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka