Fyrstu tölur vonbrigði fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Ásdís Kristjánsdóttir (t.v.) segir fyrstu tölur vonbrigði.
Ásdís Kristjánsdóttir (t.v.) segir fyrstu tölur vonbrigði. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Auðvitað vorum við að binda vonir við að við myndum halda okkar fimmta manni inni. Þannig að ég verð að viðurkenna að fyrstu tölur eru vonbrigði, en nóttin er ung þannig að við verðum bara að bíða og sjá.“

Þetta segir Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, í samtali við mbl.is. Fyrstu tölur voru birtar rétt í þessu. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 32,4% þeirra atkvæða. 

„Við bindum auðvitað vonir við það að við höldum okkar fimmta manni inni,“ bætir Ásdís við.

Meirihlutinn í Kópavogi heldur og segir Ásdís eðlilegt að fyrsta samtal verði til þeirra í Framsókn skyldu lokatölur ríma við fyrstu tölur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert