„Þakklæti, ekkert annað, og undrun“

Helga Jónsdóttir er oddviti Vina Kópavogs.
Helga Jónsdóttir er oddviti Vina Kópavogs. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þakklæti, ekkert annað, og undrun. Það er dásamlegt að upplifa þessa stund. Við erum að uppskera eftir ótrúlega skemmtilega og snarpa kosningabaráttu.“

Þetta segir Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs, sem býður nú fram lista í fyrsta skipti.

Fyrstu tölur voru birtar rétt í þessu.

Flokkurinn hlaut 1.053 atkvæði af þeim 6.118 sem hafa verið talin. Það nemur um 17% atkvæða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert