„Þetta er dásamlegt. Ég er á bleiku skýi,“ segir Bryjan Dan, oddviti Framsóknarflokksins í Garðabæ, í samtali við mbl.is um nýjustu tölur úr Garðabæ.
Samkvæmt þeim mælist flokkurinn inni með einn mann en fer úr 3,1% í 12,4%
Kom þetta á óvart?
„Já, við erum auðvitað ekki búin að eiga fulltrúa inn í 12 ár og erum að fara úr 3,1% í 12,4%.“
Hvernig skýrir þú þessa fylgisaukningu?
„Við erum auðvitað búin að vera á einhverri bylgju síðasta árið. En við erum vissulega að uppskera eins og við sáum, og við erum búin að vera sá vel. Þetta var í kortunum.“