Framsókn í stórsókn og fellir meirihlutann

Halla Karen Kristjánsdóttir oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ er í áfalli …
Halla Karen Kristjánsdóttir oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ er í áfalli vegna góðs gengis flokksins í Mosfellsbæ.

Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ brosir allan hringinn eftir mikla vinnu, mikið puð og mikla yfirlegu, að eigin sögn. 

Fyrstu tölur í Mosfellsbæ bera vott af gjörsigri Framsóknarflokksins sem bætir við sig tæplega þrjátíu prósenta fylgi frá síðustu kosningum. Framsókn fellir þannig meirihlutann með stórsókn sinni. 

„Við erum bara í smá áfalli, þetta er svo mikið,“ segir Halla. 

Hún vill þó koma því á framfæri að árangurinn væri ekki mögulegur nema með íbúum Mosfellsbæjar og lýsir yfir miklu þakklæti.

Hún er ekki sjálf að máta bæjarstjórasætið þar sem Framsóknarflokkurinn hefur í stefnuskrá sinni að auglýst verði eftir bæjarstjóra, að því gefnu að lokaniðurstöður verði í takt við það sem fram kemur í fyrstu tölum. 

Fyrstu tölur Mosfellsbæjar má sjá hér.
Fyrstu tölur Mosfellsbæjar má sjá hér. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert