Gott veganesti inn í næstu 4 ár

Elliði Vignisson verður áfram bæjarsjóri í Ölfusi.
Elliði Vignisson verður áfram bæjarsjóri í Ölfusi. Árni Sæberg

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi var kampakátur í bragði þegar blaðamaður náði tali af honum, en lokatölur hafa leitt í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn heldur hreinum meirihluta. 

Hann segir niðurstöðurnar leggjast ofboðslega vel í sig.

„Ölfus er sá bær sem stendur frammi fyrir mestum tækifærum. Þetta eru skýr skilaboð frá bæjarbúum að þeir séu ánægðir með það sem við erum að gera og það er gott veganesti inn í næstu fjögur ár.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert