Logn í lokatölum Vestmannaeyja

Kosningavaka Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Kosningavaka Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Meirihluti H- og E-lista heldur í Vestmannaeyjum, og bætir við sig fylgi frá síðustu kosningum, en litlar sveiflur voru milli fyrstu talna og lokatalna.

Heimaey nær inn þremur mönnum, Eyjalistinn bætir við sig einum manni og Sjálfstæðisflokkurinn fær inn einn mann til viðbótar, þrátt fyrir að tapa rúmlega 1 prósenta fylgi.

Ástæðan er sú að bæjarstjórn mun stækka um tvo fulltrúa. 

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 1151 atkvæði, Eyjalistinn 566 atkvæði og Heimaey hlaut 931 atkvæði.

Meirihlutinn heldur velli.
Meirihlutinn heldur velli. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka