Lokatölur frá Grindavík: Miðflokkurinn fellir meirihlutann

Lokatölur frá Gríndavík eru komnar.
Lokatölur frá Gríndavík eru komnar. mbl.is

Lokatölur frá Grindavík gefa til kynna að meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sé fallið. Miðflokkurinn er í stórsókn og er stærstur með 519 atkvæði og fær þrjá bæjarfulltrúa. 

Sjálfstæðisflokkurinn fær 397 atkvæði og missir einn mann úr bæjarstjórn, en flokkurinn er eftir kosningar með tvo menn í bæjarstjórn.  

Lokatölur

  • B-listi Framsóknar: 324 atkvæði
  • D-listi Sjálfstæðisflokksins: 397 atkvæði
  • M-listi Miðflokksins: 519 atkvæði 
  • S-listi Samfylkingar og óháðra: 149 atkvæði 
  • U-listi Rödd unga fólksins: 212 atkvæði 

Tuttugu seðlar voru auðir og tvö atkvæði ógild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert