Lokatölur úr Kópavogi: Meirihlutinn heldur

Meirihlutinn í Kópavogi heldur eftir lokatölur.
Meirihlutinn í Kópavogi heldur eftir lokatölur. mbl.is

Lokatölur úr Kópavogi eru komnar. Meirihlutinn heldur, Sjálfstæðisflokkurinn missir einn fulltrúa en Framsókn bætir við sig einum. 

Vinir Kópavogs fá tvo fulltrúa sem og Framsókn. Píratar, Viðreisn og Samfylkingin fá einn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs. Vinstri grænir og Miðflokkurinn sitja með sárt ennið og fá engan fulltrúa í bæjarstjórn. 

Lokatölur

B - Framsóknarflokkurinn: 2.489 atkvæði 

C - Viðreisn: 1.752 atkvæði 

D - Sjálfstæðisflokkurinn: 5.442 atkvæði 

M - Miðflokkurinn: 430 atkvæði 

P - Píratar: 1.562 atkvæði 

S - Samfylkingin: 1.343 atkvæði 

V - Vinstrihreyfingin grænt framboð: 866 atkvæði 

Y - Vinir Kópavogs: 2.509 atkvæði 

366 skiluðu auðu og 57 atkvæði voru ógild. 

Lokatölur.
Lokatölur. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert