Lokatölur úr Mosfellsbæ: Meirihlutinn fallinn

Lokatölur úr Mosfellsbæ eru komnar.
Lokatölur úr Mosfellsbæ eru komnar. mbl.is

Lokatölur úr Mosfellsbæ gefa það til kynna að meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna er fallið. Gott gengi Framsóknarflokksins heldur áfram og bætir flokkurinn við sig fjórum mönnum í bæjarstjórn. 

Í síðustu sveitarstjórnarkosningum var flokkurinn ekki með einn kjörinn fulltrúa í bænum. Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli, með fjóra fulltrúa í bæjarstjórn. 

Miðflokkurinn og Vinstri græn missa sinn fulltrúa úr bæjarstjórn. 

Lokatölur

B - Framsóknarflokkurinn: 1811 atkvæði

C - Viðreisn: 444 atkvæði

D - Sjálfstæðisflokkurinn: 1534 atkvæði 

L - Vinir Mosfellsbæjar: 731 atkvæði

M - Miðflokkurinn: 278 atkvæði

S - Samfylkingin: 505 atkvæði 

V - Vinstrihreyfingin - grænt framboð: 321 atkvæði 

125 seðlar voru auðir og fimmtán atkvæði ógild. 

Lokatölur.
Lokatölur. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert