Sigruðu með 11 atkvæða mun

Á-listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál sigraði með 11 atkvæðum í Rangárþingi …
Á-listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál sigraði með 11 atkvæðum í Rangárþingi ytra. Ljósmynd/Facebook

Á-listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál vann D-lista Sjálfstæðisflokksins í kosningum í Rangárþingi ytra með aðeins 11 atkvæðum. Svo mjótt var á mununum að telja þurfti sex sinnum að sögn Eggerts Vals Guðmundssonar, oddvita Á-listans.

Eggert segir í samtali við mbl.is. að það hafi því auðvitað verið mikil spenna í kringum niðurstöðurnar, eins og oft.

Alls kusu 1.007 í Rangárþingi ytra. Á-listinn fékk 493 atkvæði og D-listinn 482 atkvæði. 

Sjálfstæðisflokkurinn alla tíð verið við völd

Eggert segist gríðarlega ánægður með stuðninginn sem listinn fékk enda hafi Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í sveitarfélaginu alla tíð. 

„Nú komum við fram með svona þverpólitískt framboð sem vinnur þessar kosningar og við ætlum bara að standa undir því trausti,“ bætir hann við.

Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Á-listans.
Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Á-listans. Ljósmynd/Facebook

Áfram gakk

Eggert segir flokkinn hafa boðað breytingar og að þær verði.

„Nú þarf ég bara að púsla þessu saman í hausnum á mér og það tekur einhverja daga að átta sig á stöðunni og svo auðvitað tökum við bara við eftir einhvern hálfan mánuð eða tíu daga og þá þarf ég náttúrulega bara að finna mér góðan sveitarstjóra og áfram gakk.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert