„Sterkari með Viðreisn innanborðs“

Þórdís Jóna Sigurðardóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek skipuðu …
Þórdís Jóna Sigurðardóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek skipuðu þrjú efstu sætin á lista flokksins í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pawel Bartoszek, fráfarandi borg­ar­full­trúi Viðreisn­ar, segist þakklátur fyrir þau 3.111 atkvæði sem Viðreisn hlaut í borgarstjórnarkosningunum í gær. 

Viðreisn náði aðeins inn ein­um ein­um full­trúa og því er Pawel á útleið en hann hafði skipað annað sæti list­ans.

„Við nálgumst þetta umboð af virðingu og munum vinna að því að hugsjónir Viðreisnar nái fram að ganga í nýrri borgarstjórn. Það er mín bjargföst trú að hver sá meirihluti sem myndaður verður verður sterkari með Viðreisn innanborðs,“ segir Pawel í færslu á Facebook. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert