Framsókn í lykilstöðu við meirihlutamyndun

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar.
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn und­ir for­ystu Ein­ars Þor­steins­son­ar er í lyk­il­stöðu við mynd­un nýs meiri­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur eft­ir að meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Viðreisn­ar og Vinstri grænna féll í kosn­ing­un­um á laug­ar­dag. Hvorki Sjálf­stæðis­flokk­ur né Sam­fylk­ing geta myndað nýj­an meiri­hluta án Fram­sókn­ar nema þeir snúi bök­um sam­an, sem verður að telj­ast ólík­legri kost­ur.

Morg­un­blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að þegar séu hafn­ar þreif­ing­ar um meiri­hluta­sam­starf Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar og Pírata, en Hild­ur Björns­dótt­ir odd­viti sjálf­stæðismanna mun einnig hafa rætt við for­ystu­menn ann­ara flokka um mögu­leika í meiri­hluta­sam­starfi. Sagt er að í þeim efn­um úti­loki hún ekk­ert.

Allt er það eðli máls sam­kvæmt af­skap­lega skammt á veg komið og aðallega skipst á hug­mynd­um um meiri­hluta­kosti, þó að sögn hafi einnig verið kynnt­ar ólík­ar hug­mynd­ir um borg­ar­stjóra­embættið.

Ein­ar sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna

Fram­sókn meira en sex­faldaði fylgi sitt frá síðustu kosn­ing­um, en þá fékk hún aðeins 2,9% at­kvæða og eng­an mann kjör­inn. Að þessu sinni hlaut flokk­ur­inn 18,7% at­kvæða og fjóra menn kjörna. Þetta er mesta fylgi sem flokk­ur­inn hef­ur átt að fagna í höfuðborg­inni frá upp­hafi vega.

Fram­sókn­ar­menn eru eðli­lega ánægðir með sinn mann og telja að hon­um beri borg­ar­stjóra­stóll­inn, þótt sjálf­ur seg­ist hann ekki vilja setja nein skil­yrði um það. Hins veg­ar sagðist hann í gær reiðubú­inn til þess að taka það að sér „ef mál­in æxluðust svo“.

Sam­fylk­ing tapaði hins veg­ar fimmt­ungi fylg­is síns í kosn­ing­un­um um helg­ina og tveim­ur borg­ar­full­trú­um. Viðreisn tapaði einnig nokkru fylgi og við það féll ann­ar manna henn­ar úr borg­ar­stjórn. Við það var meiri­hlut­inn ræki­lega fall­inn, en í gær greindu Vinstri græn frá því að þau myndu ekki taka þátt í meiri­hluta­sam­starfi á þessu kjör­tíma­bili og við það varð ómögu­legt að lappa upp á meiri­hluta Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra án aðkomu Fram­sókn­ar, þar sem Sósí­al­ist­ar hafna sam­starfi við Viðreisn.

Sjálf­stæðis­menn fengu tals­vert minna fylgi en í kosn­ing­un­um 2018 og missti líkt og Sam­fylk­ing tvo borg­ar­full­trúa. Þeir eiga því einnig örðugt með að mynda meiri­hluta, m.a. þar sem bæði Pírat­ar og Sósí­al­ist­ar hafna sam­starfi við þá, en eins hef­ur Dag­ur B. Eggerts­son sagt að hann ætli sér ekki í sam­starf með Sjálf­stæðis­flokkn­um, þar beri of mikið á milli í mál­efna­áhersl­um og framtíðar­sýn.

Í Morg­un­blaðinu í dag er ít­ar­leg um­fjöll­un um úr­slit og af­leiðing­ar sveit­ar­stjórna­kosn­inga um land allt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert