Dóra Björt og Einar funda í dag

Einar ræðir við Dóru Björt í dag.
Einar ræðir við Dóru Björt í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðræður um meirihlutasamstarf í borgarstjórn halda áfram en oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík mun ræða við oddvita Pírata í dag. Hann hefur þegar gengið á fund oddvita Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins en þær samræður fóru fram í gær.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins, sagði í gær í sam­tali við mbl.is að hún hafi beðið við sím­ann en ekk­ert sím­tal fengið, hvorki frá Ein­ari Þor­steins­syni, odd­vita Fram­sókn­ar­flokks­ins, né frá Degi B. Eggerts­syni, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Sömu sögu er að segja frá Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins, en enginn oddviti hefur átt formlegar samræður við hana um samstarf.

Í samtali við mbl.is í dag segir Einar að hann muni funda með öllum oddvitum sem eiga fulltrúa í borgarstjórn. Hann sé enn að fara „hringinn.“ Má því áætla að Sanna og Kolbrún muni að lokum fá símtal frá framsóknarmanninum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert