Einar talar við alla flokka

Einar Þorsteinsson, verðandi borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar í Reykjavík.
Einar Þorsteinsson, verðandi borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einari Þorsteinssyni barst fyrsta símtalið frá öðrum flokki í borgarstjórn þegar á kosninganótt. Það olli hins vegar vandræðum að starfsmönnum Framsóknarflokksins gekk erfiðlega að finna frambjóðandann til þess að taka við fyrsta tilboðinu um samræður til þess að mynda nýjan meirihluta í Reykjavík eftir að sá gamli var fallinn. Þau símtöl áttu eftir að verða fleiri.

Á sunnudag náðu oddvitar að ræða stuttlega saman í kringum fjölmiðlaviðtöl, en einnig fréttist af Einari í bílferðum með oddvitum annarra flokka, þar sem þreifingar hófust. Sjálfur segist hann nálgast verkefnið með opnum huga og að hann ræði við alla flokka.

Í gær átti Einar stundar langan fund með Hildi Björnsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna, og annan eins með Degi B. Eggertssyni síðar.

Oddvitar hinna flokkanna sátu ekki auðum höndum þess á milli. Dagur og oddvitar Pírata og Viðreisnar funduðu einnig í gær, en Hildur Björnsdóttir er sögð hafa rætt við flesta oddvita í borgarstjórn nema Dag, þótt varla hafi meirihlutasamstarf borið þar á góma.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka