Ræddu BDSM á bak við Bæjarlistann

Gunnar Líndal Sigurðsson (L), Sunna Hlín Jóhannesdóttir (B), Heimir Örn …
Gunnar Líndal Sigurðsson (L), Sunna Hlín Jóhannesdóttir (B), Heimir Örn Árnason (D) og Hilda Jana Gísladóttir (S), oddvitar í bæjarstjórnakosningum á Akureyri.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn brutu heiðurssamkomulag og hófu viðræður við Samfylkinguna og Miðflokkinn í morgun án vitundar Bæjarlistans, að sögn Huldu Elmu Eysteinsdóttur bæjarfulltrúa Bæjarlistans.

„Kjósendur eru klárlega ekki að fá það sem þeir vilja,“ segir hún.

Stóð ógn af þriðja fulltrúanum

Á fundinum í kvöld, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tilkynntu Bæjarlistanum að þeir sæju sér ekki fært að halda viðræðum áfram, kom meðal annars fram að fyrrnefndum flokkum hafi þótt Bæjarlistinn ganga of hart fram varðandi kröfur um embætti. 

Hulda segir það þó ekki vera rétt og grunar að um fyrirslátt sé að ræða. 

„Mín tilfinning var að það væri stærsta ógnin að við yrðum þrjú en þau aðeins með tvo fulltrúa hvor.“

Ekki vönduð vinnubrögð

Hana grunar eftir á að hyggja, að flokkarnir hafi aldrei ætlað sér að fara í raunverulegt samstarf með Bæjarlistanum, enda hefði auðveldlega verið hægt að leysa úr því ef þeim þótti Bæjarlistinn raunverulega fara fram á of mikið. 

Henni þykja þetta ekki vönduð vinnubrögð. „Við létum þau finna að við vorum ekki ánægð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert