Dagur ekki enn hringt til baka

Dagur B. Eggertsson, Líf Magneudóttir og Hildur Björnsdóttir í myndveri …
Dagur B. Eggertsson, Líf Magneudóttir og Hildur Björnsdóttir í myndveri Rúv á kosninganótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur flokkinn enn eiga góða möguleika á að komast í meirihlutasamstarf. Hún segir ýmsa möguleika á borðinu, Sjálfstæðisflokkurinn geti unnið með öllum og útiloki aldrei neinn.

„Það hafa nokkrir fundir átt sér stað í dag. Þetta er svona á óformlegu viðræðustigi ennþá en það þokast og samtöl ganga vel.“

Í gær sagði Hildur í viðtali á Bítinu á Bylgjunni að hún væri búin að ræða við alla oddvita í borginni eftir kosningar, utan tveggja, en að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, hefði ekki svarað símtölum hennar.

Spurð hvort Dagur væri búinn að setja sig samband við hana, sagði Hildur ekkert samtal hafa átt sér stað símleiðis. 

Á mánudag sagði Dagur að odd­vit­ar flokk­anna, sem skipuðu meiri­hlut­ann í borg­ar­stjórn á síðasta kjör­tíma­bili, að Vinstri græn­um und­an­skild­um, ætluðu að fylgj­ast að í viðræðum um mynd­un nýs meiri­hluta á næstu dögum. Má því áætla að hann hafi ekki mikinn hug á viðræðum um meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn um þessar mundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert