„Þá kemur vonandi eitthvað í ljós“

„Það er ákall um aukið samráð við bæjarbúa og við …
„Það er ákall um aukið samráð við bæjarbúa og við munum horfa til þess þegar við erum að móta okkar áherslur í málefnasamningnum,“ segir Ásdís.

Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokkinn ganga ágætlega. Vonandi muni staðan skýrast í dag eða á morgun. 

„Við erum enn að ræða saman og fara yfir málefnin og við ætlum að hittast aftur í dag. Þá kemur vonandi eitthvað í ljós,“ segir Ásdís í samtali við mbl.is.

Verður til lokaniðurstaða í dag? 

„Ég vonast til þess að það fari að skýrast í dag eða á morgun,“ segir Ásdís.

Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi hefur ekki ráðist í viðræður við neina aðra flokka.

Ásdís líklegur bæjarstjóri

„Báðir flokkarnir töldu eðlilegt fyrsta skref að kanna hvort það væri grundvöllur til að halda áfram núverandi meirihluta,“ segir Ásdís en Sjálfstæðisflokkurinn gerir tilkall til bæjarstjórastólsins. Er Ásdís sjálf þar bæjarstjóraefni. 

Nýtt framboð, sem kallar sig Vini Kópavogs, hlaut umtalsverðan stuðning í kosningunum og náði inn tveimur bæjarfulltrúum, jafn mörgum og Framsóknarflokkurinn. Spurð hvort litið verði til krafna framboðsins, í ljósi þessa afgerandi stuðnings við það, segir Ásdís:

„Já, auðvitað verðum við að gera það. Það er ákall um aukið samráð við bæjarbúa og við munum horfa til þess þegar við mótum áherslur okkar í málefnasamningnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka